Kynningarkvöldið í öruggum höndum hjá „rödd EuroBasket“Prenta

Körfubolti

Kynningarkvöld körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur fer fram á fjölum Ljónagryfjunnar þann 30. september næstkomandi.

Það hefur heldur betur hlaupið á snærið hjá okkur þar sem „rödd EuroBasket“ sjálfur íþróttafréttamaðurinn Haukur Harðarson hefur tekið að sér að stýra kvöldinu með styrkri hendi. Haukur fór mikinn í lýsingum sínum á leikjum Íslands á EuroBasket 2015 og 2017 og mun vafalítið setja skemmtilegan svip á kynningarkvöldið okkar.

Miðapantanir eru á jbolafs@gmail.com
Verð kr. 4.900,-

Maggi á Réttinum reiðir fram ekta íslenskt lamb og Bayonne-skinku með öllu tilheyrandi.
Við bjóðum upp tvo búninga frá EuroBasket sem eru ómetanlegir safngripir!
Skífuþeytir hússins, DJ Davíð Már, heldur svo uppi fjörinu að dagskrá lokinni.

Viðburður/Facebook: Kynningarkvöld KKD UMFN

Tímabilið er handan við hornið, komdu og gangsettu það með okkur í Ljónagryfjunni 30. september!
#ÁframNjarðvík