Kvennalið Njarðvíkur þéttir raðirnar fyrir úrvalsdeildarátökinPrenta

Körfubolti

Njarðvík hefur samið við þrjá nýja leikmenn fyrir komandi átök í úrvalsdeild kvenna tímabilið 2021-2022. Nýverið var gengið frá samningum við Aliayh Collier, Lavinia Da Silva og Diene Diane.


Aliyah Collier – USA / Fædd 1997 : Spilaði með Clemson háskólanum í ACC deildinni og hefur síðan spilað í Portúgal þar sem hún var valin MVP og á síðasta tímabili var hún í Finnlandi. Hún er 178cm bakvörður sem getur leyst allt allar bakvarðastöðurnar.


Lavínia Da Silva – Portúgal / Fædd 1988 : 187cm miðherji með ansi mikla reynslu. Hún hefur spilað víða, Portúgal , Ítalíu og Englandi en hún er Breti með Portúgalskt vegabréf. Hún hefur einnig verið í Portúgalska landsliðinu síðan 2013 og mun klárlega hjálpa okkur í teignum í vetur !


Diene Diane – Frakkland / Fædd 1998 : 180cm þristur/fjarki sem var að klára nám í USA en síðustu 2 árin spilaði hún með FIU skólanum í Florida ( NCAA D1 ) . Hún var í kringum yngri landslið Frakka en hennar árgangur er ógnarsterkur og unnu til að mynda EM í U18.

Von er á leikmönnunum til liðsins í ágústmánuði til að hefja undirbúninginn fyrir komandi vertíð.

#ÁframNjarðvík