Miðvikudaginn 8. júlí ætlum við að koma saman, kveðja Anthony, gleðjast yfir frábærum sigri á AMÍ og hafa gaman saman. Hver og einn skráir sig og millifærir fyrir sig og sína fjölskyldu. Skráningu og millilfærslu þarf að vera lokið í síðasta lagi sunnudaginn 5. júlí. Aðeins verður pantaður matur fyrir þá sem millifæra, skráning dugir ekki. ÍRB býður upp á gos með matnum og greiðir niður matinn að hluta. Við verðum í K-salnum og byrjum kl. 18:30. Ási í Menu sér um matinn en boðið verður upp á: Hrikalega djúsi 90 g hamborgarar með tilheyrandi meðlæti Engifermarineraðar kjúklingabringur á spjóti Hunangs-sinnepssósu Meðlæti: Bakaðar kartöflur, íslenskt smjör, sumarsalat, maískorn. Verð á mann er kr. 1.900, borga þarf fyrir alla, líka sundmanninn. Millifærsla verður hafa borist sunnudaginn 5 júlí. Reikningsnúmer fyrir millifærslu: 0142-26-010236 kt 480310-0550 Skráningarsíða: https://docs.google.com/forms/d/11GnL17Jt1MKjUH7E-ir8zjEBoMdl4Egy3FB5Ne5MujI/viewform Allir velkomnir, núverandi sundmenn, foreldrar, fyrrverandi sundmenn og þeir sem hafa starfað með Ant síðastliðin 5 ár. Látið berast! Hlökkum til að sjá sem flesta. Stjórn Sundráðs ÍRB