Kveðja frá yfirþjálfaraPrenta

Sund

Það er mjög erfitt að draga saman 5 ár í einni stuttri grein. Þess vegna ætla ég að hafa þetta mjög stutt þar sem ekki er hægt að gera þessari upplifun næg skil hér. Það er alltaf erfitt að segja bless og þess vegna kýs ég að segja: „Sé ykkur seinna.“; Ég kom til Íslands mjög ungur til að sanna fyrir sjálfum mér að ég gæti byggt upp frábært sundstarf og til að sjá hvort að mín fyrri störf hefðu heppnast svona vel vegna vinnu minnar eða eingöngu vegna þeirra aðstaðna sem ég var svo heppin að vera í.; Ég yfirgef ÍRB mjög stoltur. Bæði stoltur af vinnu minni og hverju við höfum áorkað síðastliðin ár. Síðasta ár var þó okkar allra besta. Við unnum flest verðlaun á AMÍ, ÍM24 og ÍM50. Við unnum 1. deildina í Bikarkeppni SSÍ hjá konunum og urðum í 2. sæti í 1. deild hjá körlum. Við unnum auðvitað AMÍ öll fimm árin, UMÍ bæði árin sem það var haldið ÍM25 sl. tvö ár og nú síðast einnig ÍM50 á þessu sundári. Við erum einnig með yfir 120 aldursflokkamet á síðustu árum og 23 sundmenn sem valdir voru til að synda fyrir íslenska landsliðið í öllum aldursflokkum. Árangur okkar innanlands hefur verið stöðugur og langt yfir meðaltali annarra liða á Íslandi.; Ég er gríðarlega þakklátur fyrir þann stuðning, góðmennsku og vináttu sem ég hef fundið fyrir í samfélaginu sl. ár. Í ÍRB er yndislegt fólk sem er tilbúið í jákvæðar breytingar og vill mikinn árangur.; Ég hef notið þeirra forréttinda að vinna með mikið af hæfileikaríku ungu fólki hér hjá ÍRB. Það er augljóst að þegar maður eyðir 14-20 tímum á viku með einhverjum í 5 ár myndast sterk tengsl og ég mun sakna sundmannanna minna mikið. Þeir eru mér eins og fjölskylda. Við þá vil ég segja: Haldið áfram að reyna að vera besta útgáfan af sjálfum ykkur því þegar þið gerið það þá eruð þið stórkostleg!; Ég hlakka strax til að hitta ykkur næst þegar leiðir okkar liggja saman og ég mun að sjálfsögðu fylgjast með árangri ÍRB af áhuga og óska vini mínum Steindóri og liðinu öllu alls hins besta á komandi árum.; Með þakklæti og hlýjum kveðjum; Anthony Kattan; Yfirþjálfari ÍRB