Kristinn og Maciek um Smáþjóðaleikana í San MarínóPrenta

Körfubolti

Njarðvíkingarnir Maciek Baginski og Kristinn Pálsson komust í fágætan hóp Njarðvíkinga fyrir skemmstu þegar þeir léku sína fyrstu A-landsleiki á Smáþjóðaleikunum í San Marínó. Eins og flestum er kunnugt var telft fram ungu en öflugu A-landsliði þessa Smáþjóðaleikana sem hafði það þó af að landa þriðja sætinu í mótinu. Heimasíðan lagði örstuttar spurningar fyrir landsliðsmennina en Maciek sagði hópinn hafa smollið saman á stuttum tíma á meðan og Kristinn horfir nú einbeittur á verkefni U20 landsliðsins þetta sumarið.

Maciek Baginski – leikmaður Njarðvíkur

Hvernig fannst þér fyrsta A-landsliðsverkefnið fyrir Ísland?
Þetta var stórskemmtilegt verkefni með alveg frábærum hóp sem small mjög vel samann á tiltölulega stuttum tíma.

Sáttur með þína frammistöðu á mótinu?
Sáttur við margt en ósáttur við sumt. Fannst ég get gert aðeins betur.

Hefði íslenska liðið getað gert betur?
Miðað við aðstæður sem urðu og hversu stutt liðið æfði saman var þetta ágætt. En við áttum að gera allavega einum leik betur.

Hvernig líst þér á sumarið sem er framundan hjá A-landsliðinu?
Þetta verður mjög skemmtilegt og krefjandi verkefni fyrir A-landsliðið. Spennandi tímar, líklega lok á landsliðsferlum hjá helstu stjörnunum og aðrir menn að taka við eftir mótið.

KristinnSanMarino2017
Kristinn Pálsson – leikmaður Marist háskólans

Hvernig fannst þér fyrsta A-landsliðsverkefnið fyrir Ísland?
Þvílík upplifun og geðveikur hópur sem kom saman þarna í San Marinó, ógleymanleg ferð sem fer allt í reynslubankann.

Sáttur með þína frammistöðu á mótinu?
Ég er mjög sattur með mína frammistöðu, fengu allir að spreyta sig.

Hefði íslenska liðið getað gert betur?
Ég meina alltaf hægt að gera betur en við erum nokkuð sáttir með bronsið með 9 nýliða í liðinu og meðalaldur um 21 ár.

Hvernig líst þér á sumarið sem er framundan hjá A-landsliðinu?
Það er risasumar hjá A- landsliðinu í sumar, auðvitað Evrópumót í enda sumars en næst á dagskrá hjá mér er Evrópukeppni í A deild með U20 og er mesta „priority“ hjá mér núna.