Kristinn Pálsson og Maciek Baginski léku í dag báðir sinn fyrsta A-landsleik fyrir Íslands hönd þegar Ísland tapaði 57-71 fyrir Kýpur á Smáþjóðaleikunum. Báðir komu þeir Kristinn og Maciek inn af bekknum, Kristinn með 3 stig og 3 fráköst á tæpum 17 mínútum og Maciek með 5 stig og 6 fráköst á tæpum 18 mínútum.
Körfuknattleiksdeild UMFN óskar þeim til hamingju með fyrstu A-landsleikina sína og sendir þeim og íslenska landsliðinu baráttukveðjur á Smáþjóðaleikunum í San Marínó.