Kristinn framlengir við NjarðvíkPrenta

Körfubolti

Kristinn Pálsson hefur framlengt samningi sínum við Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur út næstkomandi leiktíð 2019-2020. Kristinn er því enn eitt púslið í öflugri heildarmynd hópsins fyrir næstu leiktíð í Domino´s-deild karla.

Kristinn er 21 árs gamall og var með 6 stig, 3,6 fráköst og 1,6 stoðsendingu að meðaltali í leik á síðustu leiktíð. Þegar hafa þeir Jón Arnór Sverrisson, Logi Gunnarsson og Maceik Baginski framlengt í Ljónagryfjunni og hópurinn fyrir átök næstu vertíðar óðar að taka á sig skýrari mynd.

#ÁframNjarðvík

Mynd/ Kristinn ásamt Kristínu Örlygsdóttur formanni KKD UMFN og Brenton Birmingham varaformanni deildarinnar.