Kristín nýr formaður Körfuknattleiksdeildar NjarðvíkurPrenta

Körfubolti

Aukaaðalfundur Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur fór fram í Ljónagryfjunni í gærkvöldi þar sem Kristín Örlygsdóttir tók við kefli formanns af Friðriki Ragnarssyni. Ný stjórn var kjörin fyrir starfsárið 2019-2020 og verður Kristín fyrsta konan í sögu deildarinnar til þess að gegna formannsembættinu.

Ný stjórn mun á næstunni skipta með sér verkum en þau sem gengu úr stjórn voru þau Friðrik Pétur Ragnarsson fráfarandi formaður, Páll Kristinsson fráfarandi varaformaður, Jakob Hermannsson, Róbert Þór Guðnason, Skúli Sigurðsson og Berglind Kristjánsdóttir. Er þeim hér með þakkað innilega fyrir mikið og óeigingjarnt starf fyrir félagið.

Ný stjórn körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur:

Formaður: Kristín Örlygsdóttir

Meðstjórnendur: Brenton Birmingham, Jón Björn Ólafsson, Vala Rún Vilhjálmsdóttir, Agnar Mar Gunnarsson, Sigrún Ragnarsdóttir, Emma Hanna Einarsdóttir

Varastjórn: Guðrún Hildur Jóhannsdóttir, Geirný Geirsdóttir og Ásgeir Guðbjartsson.