Körfuboltinn mjög hraður hérnaPrenta

Körfubolti

Jan Baginski söðlaði um í sumar og er kominn í nám við Graceland háskólann í Bandaríkjunum. Okkar maður er í litlum bæ og segir körfuboltann hjá Graceland vera mjög hraðann.

„Bærinn sem skólinn er í heitir Lamoni og er það í Iowa. Bærinn er mjög lítill, hér búa um 2500 manns. Ég var að læra Business Management en skipti svo fljótt yfir í Sport Management þar sem ég var ekki alveg að finna mig í hinu,“ sagði Jan sem fer frekar snemma á fætur vestan hafs.

„Hefbundinn dagur hjá mér er að ég vakna frekar snemma alla dag og fer í tíma og þegar ég er ekki í tíma þá fer ég annaðhvort uppí herbergi eða ég fer í „study hall“ þar sem þeir sem eru freshman þurfa að vera í 6 klukkustundir í viku. Svo eftir skóla fer ég á æfingu og eftir æfingu fer ég í mat og svo er eiginlega bara kominn háttatími.

Liðið sem ég er í heitir Graceland Yellowjackets og eru þeir í D1 í NAIA deildinni. Körfuboltinn er mjög hraður hérna, þjálfararnir vilja að við séum á fullu allan tímann og að við séum að tala hvort sem það sé í drillum eða í spili. Aðstæðurnar hér eru mjög góðar, það var t.d. breytt um gólf og stúku í höllinni í fyrra og lítur allt betur út núna,“ sagði Jan við UMFN.is og við sendum okkar manni að sjálfsögðu baráttukveðjur vestur úr Ljónagryfjunni.