Körfuboltanámskeið UMFN á Ásbrú gekk velPrenta

Körfubolti

4.vikna körfuboltanámskskeiði UMFN lauk nú fyrir stuttu á Ásbrú. Námskeiðið er leið í því að kynna starf körfuknattleiksdeildar UMFN og var þetta í annað skipti á árinu sem það er haldið á Ásbrú. Námskeiðið var haldið fyrir krakka á aldrinum 6 -9 ára.

Þáttakan var góð og komu góðir gestir í heimsókn. Gísli Gíslason var aðalþjálfari námskeiðsins og honum til aðstoðar var Óskar Gíslason. En Gísli einn af þjálfurum stúlknaflokks og hefur þjálfað hjá félaginu í mörg ár.

Meistaraflokksleikmennirnir Mario Matosovic, Wayne Martin og Chaz Williams heimsóttu krakkana og tóku þátt í þjálfuninni.

Vonandi sjáum við sem flesta af þessum duglegu krökkum á æfingum UMFN á næstunni.