Kaj Leo í Bartalsstovu gengur til liðs við NjarðvíkPrenta

UMFN

Kaj Leo í Bartalsstovu gengur til liðs við Njarðvík.

Kaj Leo skrifar undir samning sem gildir út keppnistímabilið 2023.

Kaj er 32 ára gamall sóknarsinnaður miðjumaður sem hefur leikið með FH, ÍBV, Val, ÍA og nú síðast Leikni Reykjavík hér á landi.
Samtals hefur Kaj Leo spilað 172 KSÍ leiki og skorað í þeim 26 mörk, en 120 þessara leikja hafa komið í efstu deild.
Þar áður lék Kaj með Víkingi Götu, Levanger og Dinamo București.

Kaj Leo, sem er færeyskur, eins og nafnið gefur til kynna hefur einnig leikið 28 A landsleiki fyrir þjóð sína.

Knattspyrnudeildin býður Kaj Leo hjartanlega velkominn til Njarðvíkur!