Kærkomin sigur í kvöldPrenta

Fótbolti

Langþráður sigur! Njarðvíkingar náðu að landa langþráðum og afar kærkomnum sigri á Rafholtsvellinum í kvöld, er Víkingur frá Ólafsvík kom í heimsókn í Inkasso- deildinni. Víkingar hafa verið í toppbárattunni í sumar, en okkur gengið illa í síðustu leikjum og vorum í fallsæti fyri leikinn.

Okkar piltar hófu leikinn af krafti og sóttu grimmt fyrsta korterið. Eða allt fram að því að Atli Geir Gunnarsson þurfti að yfirgefa leikinn með skurð á augabrún og nokkur töf varð á leiknum. Var eins og Ólsarar vöknuðu við það og jafnaðist leikurinn til muna. Bæði lið áttu nokkrar álitlegar sóknir án þess að takast að skora og bjargaði Brynjar markvörður í eitt skiptið með frábærri markvörslu efst í markhorninu. Það var svo loks á 40. mínútu að Njarðvík náði foristu með marki frá Ivan Prskalo, eftir sannkallaða orrahríð að marki gestanna. Svo þegar ágætur dómari leiksins gerði sig líklegan til að flauta til leikhlés, slapp Kenny Hogg í gegn eftir frábæra sókn og afgreiddi boltann í netið með bylmingsskoti. Staðan þvi 2-0 í hálfleik, eftir afar fjörugan fyrrihálfleik.

Þegar síðari hálfleikur var ný hafinn, þá slapp Ivan einn í gegn, en var togaður niður og því var einn leikmaður Víkinga sendur í bað með rautt spjald. Njarðvík tók í kjölfarið öll völd á vellinum og bætti við þriðja markinu þegar um háltími lifði leiks. Var þar Kenny aftur að verki eftir frábæra stungusendingu frá Ivan. Eftir þetta var sigurinn aldrei í hættu og vorum við eiginlega klaufar að bæta ekki við mörkum, en til þess fengum við fullt af færum.

Njarðvíkurliðið spilaði einn sinn albesta leik í langan tíma og var virkilega gaman að sjá aftur leikgleðina og samheldnina, sem einkennt hefur liðið. Nýju leikmennirnir gefa liðinu aukinn kraft og gæði, sem vonandi verður framhald á. Sem sagt langþráður og kærkominn sigur sem lyftir okkur úr fallsæti.

Það er stutt í næsta leik sem verður á þriðjudaginn kemur þegar við höldum norður í landa og leikum við Þór á Akureyri.

Leikskýrslan Njarðvík – Víkingur Ól.
Fótbolti.net – skýrslan
Fótbolti.net – viðtal við Rafn Markús

Myndirnar eru úr leiknum í kvöld