Allar æfingar GDN fara fram í húsnæði deildarinnar við Smiðjuvelli 5.

 

Álfar

Hópur fyrir 6-10 ára, þar sem æfingar eru fjölþættar og stuðla að bættum hreyfiþroska. Æfingar eru að mestu í formi leikja.

Æsir

Hópur fyrir 10-15 ára af báðum kynjum. Kenndar eru fjölbreyttar glímuíþróttir þar sem júdó er megingreinin.

Ásynjur

Hópur fyrir 10-15 ára stúlkur. Kenndar eru fjölbreyttar glímuíþróttir þar sem júdó er megingreinin. Þrek, styrkur og liðleiki, mikil áhersla er á félagsþroska og að stúlkurnar myndi þéttan hóp.

Meistaraflokkur

Hópur fyrir fullorðna byrjendur og lengrakomna júdómenn.

Brazilian jiu-jitsu

Brasilískt jiu-jitsu er íþrótt sem er best lýst sem gólfglímu. Lögð er áhersla á vogarafl umfram styrk en brasilískt jiu-jitsu er hannað fyrir veikari einstakling á móti stærri og sterkari. Það hentar því fólki af öllum stærðum og gerðum. Markmiðið er að ná yfirburðarstöðu gagnvart andstæðingnum og fá hann til að gefast upp með lás, svæfingu eða einhvers konar taki. Yfirburðarstaða telst þá einhvers konar staða þar sem andstæðingurinn getur ekki meitt mann en maður getur meitt andstæðinginn eða fengið hann á einhvern hátt til að gefast upp.


Íslensk glíma

Glíman er fyrir alla, byrjendur og lengra komna, stór sem smáa.