Jón Arnór kominn heim af venslasamningiPrenta

Körfubolti

Bakvörðurinn Jón Arnór Sverrisson er mættur aftur í Njarðtaks-gryfjuna af venslasamningi hjá Breiðablik. Jón verður með gegn Haukum í kvöld kl. 19.15 sem verður aðeins annar leikurinn í Domino´s-deildinni þetta tímabilið sökum hlés að tilstuðlan sóttvarnaryfirvalda.

Jón Arnór fór á venslasamning í Smárann í lok októbermánaðar og er það mikið fagnaðarefni fyrir klúbbinn að fá hann aftur af stað fyrir fánann og UMFN.