Jóhanna Lilja og Veigar Páll hlutu Áslaugar og Elfarsbikar UMFNPrenta

Körfubolti

Lokahóf yngri flokka UMFN fór fram í dag og voru veittar viðurkenningar fyrir veturinn. Yngstu iðkendur félagsins fengu verðlaunaskjöl og svo voru einstaklingsverðlaun veitt fyrir 11 ára og eldri.

Einnig voru Áslaugar og Elfarsbikarinn afhentir.

Enn þeir eru afhentir efnilegustu leikmönnum félagsins á yngri flokka aldri og þeim sem eru fyrirmyndir fyrir yngri leikmenn utan sem innan vallar.  Áslaugarbikarinn er nú afhentur í fimmta sinn en hann er gefinn til minningar um Áslaugu heitinar Óladóttur af fjölskyldu hennar.

Elfarsbikarinn hefur verið afhentur í rúm 25 ár og er það nú í fimmta sinn sem hann er einungis fyrir drengi í yngri flokkum félagsins, eftir að Áslaugarbikarinn bættist við.  Elfarsbikarinn er gefinn af fjölskyldu Elfars heitins Jónssonar.

Bæði Áslaug og Elfar voru virk í starfi körfunnar í Njarðvík og hér eru fulltrúar frá fjölskyldum þeirra sem afhenda bikarana í dag.  Það má geta þess að þessir bikarar eru veittir leikmönnum sem hafa lokið grunnskóla.

Áslaugarbikarinn í ár hlaut Jóhanna Lilja Pálsdóttir .

Jóhanna er leikmaður stúlkna-  og meistaraflokks félagsins. Jóhanna er flott fyrimynd fyrir unga leikmenn bæði utan og innan vallar. Hún var valin efnilegasti leikmaður meistaraflokks Njarðvíkur eftir yfirstandandi tímabil.

Eftir eitt ár í Danmörku kom Jóhanna aftur heim síðasta sumar og festi sig strax í sessi sem lykilmaður bæði í stúlknaflokki og í Meistaraflokki þar sem hún byrjaði alla 22 leiki tímabilsins. Hún spilaði einnig alla leiki stúlknaflokks í vetur og skilaði þar mörgum frábærum frammistöðum.

Jóhanna Lilja er frábær skotmaður og var hún með hæstu 3ja stiga  nýtingu í 1.deild kvenna í vetur , 41,3 % . Hún átti það til í vetur að setja upp skotsýningar og er vert að minnast á leik gegn KR í stúlknaflokki þar sem hún var með 9 þriggja stiga körfur, þar af 8 í fyrri hálfleik. Hún skilaði einnig skemmtilegri tölfræði í vetur þegar hún spilaði 3 leiki á einni viku og samanlagt hitti 22 þriggja stiga skotum í þessum 3 leikjum.

Jóhanna var nú í vor valin í lokaæfingahóp U 18 ára lið Íslands  sem tekur þátt í Norðurlandamóti og Evrópumóti í sumar.

Elfarsbikarinn í ár hlaut Veigar Páll Alexandersson. 

Veigar er leikmaður drengja-, unglinga- og meistaraflokks.  Veigar er samviskusamur, virkilega duglegur leikmaður og mikil fyrirmynd. Hann æfir sérkstaklega vel, bæði í lyftinarsalnum og í körfuboltasalnum. Hann var algjör lykilmaður í drengja og unglingaflokki í vetur. Hann átti marga frábæra leiki í vetur, var alltaf öruggur í enda leikjanna og skilaði flottri varnarvinnu ásamt því að vera lykilmaður í sókninni. Hann stóð sig einnig vel með meistaraflokki og nýtti þær mínutur sem hann fékk vel til að sína að hann mun gera tilkall í hlutverk í því liði á næsta vetri. Veigar Páll  var valin í lokaæfingahóp U18 ára liða  Íslands sem mun taka þátt í Norðurlandamóti og Evrópukeppni í sumar.

 

Hér að neðan má sjá alla verðlaunahafa lokahófsins og einnig tengill inná myndasíðu af hófinu í dag.

 

Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur bætti við 29 nýjar myndir.Myndir/ Jón Björn ÓlafssonKörfuknattleiksdeild Njarðvíkur

Minnibolti 11 ára stúlkur

Mestu framfarir :Hildur Rún Ingvadóttir

Duglegasti leikmaðurinn:  Linda Rún Ingvadóttir

Efnilegasti leikmaðurinn: Kristín Arna Gunnarsdóttir

Mikilvægasti leikmaðurinn: Ásdís Elva Jónsdóttir

 

Minnibolti 11 ára drengja

Mestu framfarir: Abdullah Rúnar Awal

Duglegasti leikmaðurinn: Alexander Freyr Sigvaldason

Efnilegasti leikmaðurinn: Sölvi Steinn Sigfússon

Mikilvægasti leikmaðurinn: Jóhannes Kristbjörn Jóhannesson

 

7.flokkur stúlkna

B-lið

Mestu framfarir: Ragna María Gísladóttir

Duglegasti leikmaðurinn: Brynja Þórey Hjörvarsdóttir

Efnilegasti leikmaðurinn: Emelía Ósk Orradóttir

Mikilvægasti leikmaður:  Þorbjörg Halldóra Gunnarsdóttir

A-lið

Mestu framfarir: Unnur Ísold Kristinsdóttir

Duglegasti leikmaðurinn: Ólafía Sigríður Árnadóttir

Efnilegasti leikmaðurinn: Veiga Dís Halldórsdóttir

Mikilvægasti leikmaðurinn: Bríet Björk Hauksdóttir

 

7.flokkur drengja

Mestu framfarir : Magnús Orri Lárusson

Duglegasti leikmaðurinn:   Hermann Borgar Jakobsson

Efnilegasti leikmaðurinn :     Haukur Guðmundsson

Mikilvægasti leikmaðurinn:     Salvar Gauti Ingibergsson

 

 8.flokkur drengja

Mestu framfarir :  Axel Máni Maack Guðmundsson

Duglegasti leikmaðurinn :       Brynjar Dagur Freysson

Efnilegasti leikmaðurinn :         Björn Ólafur Valgeirsson

Mikilvægasti leikmaðurinn :     Guðjón Logi Sigfússon

 

8.flokkur stúlkna

Mestu framfarir: Katrín Ósk Jóhannsdóttir.

Duglegasti leikmaðurinn: Lovísa Grétarsdóttir.
Efnilegasti leikmaðurinn:   Rannveig Guðmundsdóttir
Mikilvægasti leikmaðurinn: Lovísa Bylgja Sverrisdóttir.
9.flokkur drengja

Mestu framfarir: Gabríel Anthony Vela

Duglegasti leikmaðurinn : Ingólfur Ísak Kristinsson

Efnilegasti leikmaðurinn : Kristófer Mikeal Hearn

Mikilvægasti leikmaðurinn : Róbert Sean Birmingham

 

10.flokkur drengja

Mestu framfarir: Sigurður Magnússon

Duglegasti leikmaðurinn : Sigurbergur Ísaksson

Efnilegasti leikmaðurinn : Elías Bjarki Pálsson

Mikilvægasti leikmaðurinn : Jan Baginski

 

9. flokkur stúlkna

 

Mestu framfarir: Karlotta Ísól Eysteinsdóttir

Duglegasti leikmaðurinn: Aníta Ýrr Taylor

Efnilegasti leikmaðurinn: Ásdís Hjálmrós Jóhannesdóttir

Mikilvægasti leikmaðurinn: Krista Gló Magnúsdóttir

 

10.flokkur kvenna

B liðið

Mestu framfarir  Ísabella Lind Baldvinsdóttir

Duglegasti leikmaðurinn Svava Ósk Stefánsdóttir

Efnilegasti leikmaðurinn  Eva Sólan Stefánsdóttir
Mikilvægasti leikmaðurinn  Katrín Freyja Ólafsdóttir

A liðið

Mestu framfarir: Joules Sölva jordan

Duglegasti leikmaðurinn: Sara Mist Díönudóttir.

Efnilegasti leikmaðurinn: Lára Ösp Ásgeirsdóttir
Mikilvægasti leikmaðurinn : Vilborg Jónsdóttir

 

Drengjaflokkur

 

Mestar framfarir:  Júlíus Gian Agana Jóhannsson

Duglegasti leikmaðurinn: Mikeal Máni Möller

Efnilegasti leikmaðurinn: Eyþór Einarsson

Mikilvægasti leikmaðurinn: Veigar Páll Alexandersson

 

 

Stúlknaflokkur

 Mestar framfarir: Sigurveig Sara Guðmundsdóttir

Duglegasti leikmaðurinn : Eva Sól Einarsdóttir

Efnilegasti leikmaðurinn : Helena Rafnsdóttir

Mikilvægasti leikmaðurinn : Jóhanna Lilja Pálsdóttir

 

Unglingaflokkur karla

 

Mestar framfarir: Bergvin Einir Stefánsson

Duglegasti leikmaðurinn : Adam Eiður Ásgeirsson

Efnilegasti leikmaðurinn : Veigar Páll Alexandersson

Mikilvægasti leikmaðurinn : Gunnlaugur Sveinn Hafsteinsson