Jafntefli við Huginn í byrjunarleiknumPrenta

Fótbolti

Huginn og Njarðvík skildu jöfn 1 – 1 í fyrsta leik liðanna á Ísalndsmótinu á Fellavelli í dag. Það var aðeins í fyrstu 10-12 mín leiksins sem heimamenn virtust vera stærri og sterkari en við en um leið og menn fundu sinn gír jafnaðist leikurinn og við fengum nokkrar mjög góðar sóknir sem hefðu átt að skila okkur marki. En á 25 mín náðu Huginsmenn forystunni með skallamarki. Okkar menn létu markið ekki slá sig út af laginnu og voru mun betri aðilinn sem eftir leið af fyrrihálfleik.

Njarðvíkingar höfðu yfirhöndinna allan seinnihálfleik og eins og í þeim fyrri áttum við margar góða sóknir en vantaði alltaf herslumunin á að koma boltanum í netið. Á 78 mín kom svo jöfnunarmarkið og það gerði Ingibergur Kort Sigurðsson með skalla eftir hornspyrnu. Í uppbótartíminn sem var 4 mín náðu heimamenn nokkrum hættulegum sóknum en þeim var svarað með því sama hinumegin.

En jafntefli niðurstaðan en það var stutt í að setja sigurmark en við tökum stigið á erfiðum útivelli gegn sterkum andstæðing, Næsti leikur okkar er á heimavelli á laugardaginn gegn Sindra kl. 14:00 og skorum við á okkar fólk að mæta og styðja við bakið á liðinnu.

Myndirnar eru úr leiknum í dag

Leikskýrslan Huginn – Njarðvík

Staðan og leikir í 2. deild

IMG_7067

IMG_7161

IMG_7140

IMG_7072