Jafntefli í LaugardalnumPrenta

Fótbolti

Jafntefli 0 – 0 var niðurstaðan úr leik okkar við Fram á Laugardalvelli í dag. Við ætluðum okkur stig út úr þessari viðureign og það tókst allavega eitt stig í hús. Njarðvík fékk fyrsta færi leiksins þegar boltinn fór í slánna strax í byrjun og það var eina alvöru færið i fyrrihálfleik. Frammarar voru meira með boltann en Njarðvík átti nokkar skyndisóknir og vörnin hélt.

Sama var uppi í seinnihálfleik eins og þeim fyrri og óhætt að segja að hann spilaðist alveg eins. Færin voru fá, en Róbert markvörður okkar bjargði mjög vel, hann ásamt varnarmönnum okkar sá um að halda hreinu.

Það er óhætt að segja að þetta voru sanngjörn úrslit og eitt sig er betra en ekkert. Norski dómarinn sem dæmdi leikinn gerði það mjög vel en áhorfendum okkar fannst hann bæta full miklu við í uppbótartímanum.

Næsti leikur er á fimmtudaginn kemur þegar ÍRingar koma í heimsókn og hefst sá leikur kl. 18:00.

Leikskýrslan Fram – Njarðvík
Fótbolti.net – viðtal við Rafn Markús
Fótbolti.net – skýrslan

Myndirnar eru úr leiknum í dag, fleiri myndir eru á Facebook síðu deildarinnar