Jafntefli gegn FramPrenta

Fótbolti

Njarðvík og Fram gerðu 2 – 2 jafntefli í kvöld á Njarðtaksvellinum. Njarðvík tók forystunna strax á 6 mín þegar Bergþór Ingi Smárason skorðaði með góðu skoti. Það sem eftir lifði af fyrrihálfleiknum voru heimamenn líklegir til að bæta við marki og sterkari aðilinn.

Við vorum sterkari aðilinn og allt virtist stefna í sigur og á 72 mín skoraði Helgi Þór Jónsson flott mark og staðan orðin vænleg fyrir Njarðvík. En eins og í öðrum leikjum hér á heimavelli gekk ekki hjá okkur að halda forystunni. Frammarar náðu á minnka munin á 76 mín og við það lögðu þeir allt í að jafna sem gekk eftir á 88 mín. Staðan orðin 2 – 2 og þá hófst mikill barátta milli liðanna að tryggja sér sigurinn, færi á báða bóga en þrátt fyrir 4 mín uppbótartíma tókst hvorugu liðinnu að skora. Jafntefli niðurstaðan kannski sanngjörn úrslit en heimamenn átt sigur skilin ef tekið er mið af fyrstu 70 mínótum leiksins.

Við erum komnir með sex stig í 9 sæti, við verðum að fara klára þessa leiki okkur í vil og reyna koma okkur úr stað. Næsti leikur okkar er á þriðjudaginn þegar við heimsækjum ÍR í Mjóddina.

Leikskýrslan Njarðvík – Fram
Skýrslan Fótbolti.net 
Fótbolti.net – Viðtal við Rafn Markús

Myndirnar eru úr leiknum í kvöld