Jafntefli á HúsavíkPrenta

Fótbolti

Njarðvík sótti eitt stig til Húsavíkur í gærdag. Við byrjuðum leikinn vel og áttum nokkrar góðar sóknalotur sem hefðu átt að enda með marki en enduðu oftast í höndunum á „Stubb“ markveði heimamanna. Völsungar komu meira og meira inní leikinn nokkar sóknir þeirra voru hættulegar og ein endaði með marki á  26 mín, eftir sókn sem við áttum að ráða við.

Við hófum seinnihálfleikinn með látum og fengu strax gott færi sem nýttist ekki. Það var svo á 59 mín að Ari Steinn Guðmundsson jafnaði leikinn með fallegu marki. Það sem eftir leið leiksins reyndum við hvað við gátum að komast yfir en vörn heimamanna hélt. En jafntefli 1 – 1 var niðurstaðan.

Þetta var ekki okkar besti leikur í sumar og ekkert annað en að sætti sig við úrslitin eitt stig á útivelli er betra en ekkert. Aðstæður góðar á gerfigrasinu, hlýtt en smá hliðdarvindu og þoka. Næsti leikur okkar er á laugardaginn kemur heima gegn Magna.

Leikskýrslan Völsungur – Njarðvik

Staðan í 2. deild 

Myndirnar eru úr leiknum

IMG_5300

IMG_5275

IMG_5301