Jafnar Njarðvík ÍR á toppi deildarinnar?Prenta

Körfubolti

Njarðvík mætir Ármanni í 1. deild kvenna í kvöld en leikurinn fer fram í íþróttahúsi Kennaraháskólans og hefst kl. 20.00. Góður gangur hefur verið hjá kvennaliðinu undanfarið með þrjá sigra í röð. Sigur í kvöld jafnar ÍR að stigum á toppi deildarinnar en ÍR leikur ekki sinn leik í 6. umferð fyrr en á morgun þegar liðið mætir Fjölni b.

Eftir leikinn í kvöld kemur fimmtán daga hlé hjá kvennaliðinu sem leikur næst gegn Grindavík á útivelli þann 20. febrúar næstkomandi.

Staðan í 1. deild kvenna