Íþróttafólk UMFN 2020Prenta

UMFN

Aðalstjórn UMFN samþykkti á fundi 15.desember að velja ekki íþróttakarl/konu ársins 2020, og er ástæðan sú að sumar deildir félagsins þurftu að sæta miklum takmörkunum á árinu sem er að líða af augljósum ástæðum, bæði hvað varðar æfingar og keppni, en nokkrar deildir náðu að keppa eitthvað á árinu, þó svo það hafi ekki verið að fullu. Engu að síður hafa þær deildir tilnefnt íþróttafólk ársins og veitt þeim viðurkenningar og óskum við þeim innilega til hamingju.

Íþróttafólk deilda UMFN:

Júdódeild: Jóhannes Pálsson og Heiðrún Fjóla Pálsdóttir í júdó

Jóel Helgi Reynisson og Heiðrún Fjóla Pálsdóttir í glímu

Knattspyrnudeild: Kenneth Hogg

Lyftingadeild: Sindri Freyr Arnarsson og Íris Rut Jónsd. í kraftlyftingum
Emil Ragnar Ægisson og Katla Björk Ketilsdóttir í ólympískum lyft.

Sunddeild: Fannar Snævar Hauksson og Karen Mist Arngeirsdóttir

Körfuknattleiks- og þríþrautardeildin tilnefndu ekki íþróttafólk ársins.

Einnig viljum við minnast á að Daniel Dagur Árnason úr Júdódeild Njarðvíkur fékk sérstök verðlaun frá Júdósambandi Íslands fyrir framúrskarandi frammistöðu unglings í fullorðins flokki á árinu en Daníel sem er 16 ára vann til bronsverðlauna á Reykjavík Judo Open 2020 í -60 kg flokki karla. Fyrir utan bronsverðlaun á RIG þá vann hann tvenn gull verðlaun og ein silfurverðlaun í U18 og U21 árs flokkum á árinu og af tólf viðureignum vann hann níu þeirra. Óskum við honum innilega til hamingu.

Við hjá aðalstjórn teljum að stjórnir deilda sem og þjálfarar séu þau sem verðskulda viðurkenningu fyrir gríðarlega erfitt og flókið starfsár, bara það að finna nýjar leiðir til að iðkendur geti æft og halda þeim á tánum þegar lokað var á allar æfingar, það er mikið afrek. Við vitum öll sem að þessu stöndum, stjórnendur og foreldrar hvað það er mikilvægt ekki bara fyrir börn og unglinga, líka fyrir fullorðna að geta haldið sinni rútínu í þessu erfiða ástandi sem varað hefur nánast allt þetta ár.

MYND: Emil Ragnar Ægisson Ólympíski lyftingarmaður ársins býr sig undir átök. 

FJÓRFALT HÚRRA FYRIR YKKUR;

STJÓRNENDUR DEILDA OG ÞJÁLFARAR UMFN.