Nú er farið að styttast í lok Íslandsmótsins og 20 umferð verður öll leikinn á laugardaginn. Framundan er styðsta keppnisferðin hjá okkur, út í Garð þar sem við mætum Víðismönnum. Keppnin um efstu tvö sætin er í fullum gangi og þetta er mikilvægur leikur fyrir bæði liðin. Það er því framundan spennandi laugardagur fyrir efri og neðri hluta deildarinnar. Við hvetjum okkar fólk til að fjölmenna í Garðinn og hvetja okkar lið áfram.
Áfram Njarðvík.
Síðustu þrír leikir í Íslandsmótinu
2017 – 2. deild Njarðvík – Víðir 1 – 3
2009 – 2. deild Víðir – Njarðvík 1 – 4
2009 – 2. deild Njarðvík – Víðir 1 – 0
VÍÐIR – NJARÐVÍK
laugardaginn 9. júní kl. 14:00
Nesfisk völlurinn
Dómari Sigurður Hjörtur Þrastarson
Aðstoðardómari 1 Ásmundur Þór Sveinsson
Aðstoðardómari 2 Árni Heiðar Guðmundsson
Eftirlitsmaður Jón Sigurjónsson