Íslandsmót 2. deild; Njarðvík – HuginnPrenta

Fótbolti

Fyrsti leikur seinni umferðar Íslandsmótsins og við tökum á móti liði Hugins frá Seyðisfirði. Nú við upphaf seinni umferðar erum við ásamt Huginn og Magna í fyrstu þremur sætunum og sex og sjö stig í liðin í fjórða til sjöunda sæti. Fyrri umferðin er búin að vera óvenjulega jöfn miðað við síðustu ár enda er flestir sammála um að deildin sé sú sterkasta í langan tíma, allir geta unnið alla.

Huginn lék sl. sumar í 1. deild eftir að hafa unnið sig upp árið 2015. Eins og taflan hér fyrir neðan sýnir þá hafa viðureignirnar verið jafnar undanfarin ár og fyrri leik okkar á Egilsstöðum í fyrri umferð lauk með jafntefli.

Við vonum að Njarðvíkingar og nærsveitamenn mæti á Njarðtaksvöllinn og hvetji okkar menn til sigurs á morgun (laugardag).

Síðustu fimm leikir í Íslandsmótinu

2017 – 2. deild Huginn – Njarðvík 1 – 1
2015 – 2. deild Huginn – Njarðvík 0 – 1
2015 – 2. deild Njarðvík – Huginn 0 – 1
2014 – 2. deild Huginn – Njarðvík 2 – 4
2014 – 2. deild Huginn – Njarðvík 2 – 2  

Staðan í 2. deild

KSÍ

NJARÐVÍK – HUGINN
laugardaginn 15. júní kl. 14:00
Njarðtaksvöllurinn

Dómari Gunnþór Steinar Jónsson
Aðstoðardómari 1 Guðmundur Ragnar Björnsson
Aðstoðardómari 2 Patrick Maximilian Rittmüller
Eftirlitsmaður Eiríkur Helgason