Íslandsmeistarar í réttstöðuPrenta

Lyftingar

Massi gerði gott mót á Akureyri 20.maí þegar Íslandsmeistaramót í réttstöðu fór fram.
Fyrir hönd Massa fóru 9 keppendur ásamt þjálfara og fylgdarliði.

Í klassískri réttstöðulyftu karla varð Sindri Freyr Arnarsson Íslandsmeistari í -74kg flokki þegar hann lyfti 232.5kg. Hörður Birkisson var í 2.sæti og setti tvö Íslandsmet í aldursflokki þegar hann lyfti 192.5kg og 200kg. Daníel Patrick Riley endaði í 3.sæti í flokknum með 192.5kg.

Jón Grétar Erlingsson tók 3.sæti í -93kg flokki þegar hann lyfti 220kg. Ágúst Aðalbjörnsson keppti einnig í -93kg flokki og lyfti hann 190kg en þess má geta að þetta var hans fyrsta mót.

Í klassískri réttstöðulyftu kvenna varð Guðrún Kristjana Reynisdóttir Íslandsmeistari í -63 kg flokki þegar hún lyfti 130kg.

Elsa Pálsdóttir varð Íslandsmeistari í -76kg flokki er hún lyfti 165kg.


Kristbjörg Lilja Gröndal keppti í +84kg flokki og lyfti 120kg


Þóra Kristín Hjaltadóttir varð Íslandsmeistari i -84kg er hún lyfti 150kg. Hún varð einnig Íslandsmeistari í -84kg í réttstöðu með búnaði og lyfti því 6 lyftum þann daginn.

Uppskera mótsins var því fimm íslandsmeistar og tvö íslandsmet hjá liði Massa sem er frábær árangur!

Mótið var haldið af nýstofnaðari Krafltyftingardeild KA og var öll umgjörð til fyrirmyndar. Massi þakkar KA kærlega fyrir gott mót. Við óskum öllum keppendum einnig innilega til hamingju með árangurinn.

Heildarúrslit mótsins má finna hér

Upptaka frá mótinu má finna hér

Myndir má finna hér hjá Massi facebook og einnig hér frá KRAFT