Íslandsmeistarar í BekkpressuPrenta

Lyftingar

Íslandsmeistaramót í Bekkpressu fór fram síðastliðna helgi í húsnæði Kraftlyftingardeild Breiðabliks í Digranesi. Massi átti 14 keppendur á mótinu, 7 konur og 7 karlar. Kepptu þau öll í klassískri bekkpressu án búnaðar. Þau stóðu sig mjög vel og unnu til 8 Íslandsmeistaratitla og settu 4 ný íslandsmet.

Í opnum flokki voru 7 keppendur frá Massa.
Íris Rut Jónsdóttir og Guðrún Kristjana Reynisdóttir kepptu báðar í -63kg flokki kvenna.Íris varð Íslandsmeistari eru hún lyfti 80kg og Guðrún varð í 2.sæti er hún lyfti 57,5kg sem persónuleg bæting en þess má geta að þetta var aðeins annað mótið hennar Guðrúnar.
Hanna Birna Valdimarsdóttir varð Íslandsmeistari í -84kg flokki kvenna er hún lyfti 62,5kg.

Sindri Freyr Arnarson varð Íslandsmeistari í -74kg flokki karla er hann lyfti mest 145kg. Sindri gerði tilraun til þess að lyfta 153kg sem hefði verið nýtt íslandsmet en það gekk því miður ekki upp. 
Davíð Þór Penalver og Jón Grétar Erlingsson kepptu báðir í -93kg flokki karla. Davíð Þór varð í 2.sæti með 145kg en Jón Grétar endaði í 4.sæti með 130kg.
Þorvarður Ólafsson mætti aftur á keppnispallinn eftir nokkura ára hlé og gerði tilraun til að lyfta 190kg í -120kg flokki karla en það mistókst því miður hjá honum og fékk hann því ekki skráð úrslit á mótinu.

Daníel Patrick Riley var eini keppandinn frá Massa í unglingaflokki (18-23 ára). Hann varð Íslandsmeistari í -74kg flokki er hann  lyfti 117.5kg.

Í drengjaflokki (14-18 ára) voru tveir keppendur frá Massa og kepptu þeir báðir í -83kg flokki. Kári Snær Halldórsson varð í 2.sæti með 100kg og Andri Fannar Aronsson varð Íslandsmeistari og setti nýtt íslandsmet þegar hann lyftir 130.5kg.

Massi átti fjóra keppendur í Masters flokki.
Þóra Kristín Hjaltadóttir varð Íslandsmeistari í -84 kg flokki kvenna M1. Hún lyfti 70kg – 75kg og 85kg.
Kristbjörg Lilja Gröndal endaði í 2.sæti í +84 kg flokki kvenna M1 er hún lyfti 55kg og 60kg.
Elsa Pálsdóttir varð Íslandsmeistari í -76kg flokki kvenna M3. Hún lyfti 62.5 og síðar 68kg sem var nýtt Íslandsmet í flokknum.
Jónína Guðbjörg Jónsdóttir varð Íslandsmeistari í +84kg flokki kvenna M3.Hún lyfti 35kg og 38kg en báðar lyftur voru nýtt Íslandsmet. Þess má geta að þetta var fyrsta mótið sem Jónína keppir á og verður gaman að fylgjast með henni á næstunni.

Heildarúrslit má finna hér á síðu KRAFT

Upptaka af mótinu má finna hér

Mynd: Kvennalið Massa.
f.v. Kristbjörg Lilja, Jónína Guðbjörg , Hanna Birna, Íris Rut, Elsa, Þóra Kristín, Guðrún Kristjana.