Inkasso-deildin; Víkingur Ól. – NjarðvíkPrenta

UMFN

Þá er komið að loka umferð Inkasso-deildarinnar og við heimsækjum Ólafsvík og leikum við heimamenn í Víking. Þessi leikur hefur lítil áhrif á lokaniðurstöðu mótsins en heimamenn sem eru í fimmta sæti gætu lift sér uppí það fjórða með sigri.

Áfram Njarðvík!

Hvar og hvenar er leikurinn?
Leikurinn fer fram fimmtudaginn 21. september kl. 14:00 á Ólafsvíkurvelli.

Hverjir dæma?
Dómari Gunnar Oddur Hafliðason
Aðstoðardómari Helgi Sigurðsson
Aðstoðardómari Kjartan Gauti Gíslason
Eftirlitsmaður Einar Freyr Jónsson
Vara dómari Helgi Mikael Jónasson

Hverning fór fyrri leikurinn?

Fyrri leikurinn fór fram laugardaginn 24. júní á Rafholtsvellinum, leiknum lauk með 3 – 0 sigri Njarðvík.
Leikskýrslan Njarðvík – Víkingur Ól.

Hvað höfum við leikið oft við Víking Ólafsvík?
Njarðvík og Víkingar hafa mæst alls 18 sinnum í mótsleikjum.

Leikir Sigur Jafntefli Tap Mörk
B deild 7 3 4 0 8  –  3
D deild 8 4 2 2 29  –  18
Bikarkeppni 2 1 0 1 3  –  4
Deildarbikar/Lengjubikar 1 0 0 1 1 –  2
18 8 6 4 38  –  27


Er leikurinn sýndur beint?
Ekki er vitað um hvort leikurinn sé sýndur.

Hverning er staðan í Inkasso-deildinni?
Inkasso-deildin staðan

Hvenar er næsti leikur?
Þetta er síðasti leikur sumarsins.