Keppni í Inkasso deildinni hófst í gær með tveimur leikjum og í dag eru fjórir leikir. Eins og á síðasta ári byrjum við á að leika við Þrótt Rvík og núna á heimavelli þeirra Eimskipsvellinum í Laugardalnum. Við gerðum góða ferð í Reykjavík og vondandi verður þessi að sama skapi ánæguleg.
Við hvetjum stuðningsfólk okkar til að fjölmenna í Laugardalinn og styðja við bakið á okkar mönnum.
Fyrri viðureignir
Njarðvík og Þróttur hafa leikið alls 16 sinnum og fyrst í Bikarkeppni KSÍ 1968 en það var reyndar gegn B liði Þróttar, þetta er einn af tveimur sigurleikjum okkar gegn Þrótti.
| Sigur | Jafntefli | Tap | Mörk | ||
| B deild | 12 leikir | 1 | 1 | 10 | 3 / 27 | 
| Bikarkeppni | 3 leikir | 1 | 0 | 2 | 4 / 7 | 
| Deildarbikar/Lengjubikar | 1 leikir | 0 | 0 | 1 | 1 / 2 | 
| 2 | 1 | 13 | 
Þróttur R. – Njarðvík
sunnudaginn 5. maí kl. 14:00
Eimskipsvöllurinn Laugardal
Dómari; Arnar Ingi Ingvarsson
Aðstoðardómari; Breki Sigurðsson
Aðstoðardómari; Jónas Geirsson
Eftirlitsmaður; Guðmundur Sigurðsson
 
                