Inkasso-deildin; Njarðvík – SelfossPrenta

Fótbolti

Þá er komið að síðasta leik sumarsins hjá okkur. Og það er Selfoss sem kemur í heimsókn til okkar. Félögin fara núna í sitthvora áttina því á meðan Njarðvík tryggði sér áframhaldandi sæti í Inkasso-deildinni varð það hlutskipi Selfoss að falla niður um deild. Selfoss er stórt félag og án efa verða þeir komnir á fyrri slóðir strax aftur. Við getum verið sátt með árangur okka liðs í sumar, mikill keppni í neðri hlutanum allt mótið sigrar, töp og jafntefli, leikir að ráðast í blálokin en þetta hefur skilað okkar leikmönnum dýrmætri reynslu.

Við hvetjum stuðningsmenn okkar að mæta á morgun og hvetja fótboltasumarið.

Fyrri leikurinn
Við fengum vænan skell á Selfossi í sumar 4 – 1 tap. Mörk heimamanna komu á 13, 46, 48 og 90 mín en Magnús Þór Magnússon náði að minnka munin á 67 mín.

Leikskýrslan Selfoss – Njarðvík     Umfjöllun umfn.is 

NJARÐVÍK – SELFOSS
laugardaginn 22. september kl. 14:00
Njarðtaksvöllurinn

Inkasso-deildin  staðan

Dómari Eðvarð Eðvarðsson
Aðstoðardómari 1 Helgi Sigurðsson
Aðstoðardómari 2 Daníel Ingi Þórisson
Eftirlistmaður Hjalti Þór Halldórsson