Áttunda umferð hefst með leik okkar við Hauka í kvöld, þessi leikur var færður fram um nokkra dag vegna leiks okkar við KR í Mjólkurbikarnum. Það hefur ekki gengið vel hjá okkur að undanförnu og verkefnið er að snúa því við og vonumst við til að Njarðvíkingar fjölmenni og hvetji liðið áfram.
Áfram Njarðvík!
Fyrri viðureignir
Haukar og Njarðvík hafa leikið 12 mótsleiki frá árinu 1987 þegar liðin léku í þáverandi 3. deild (C).
Leikir | Sigur | Jafntefli | Tap | Mörk | |
B deild | 6 | 2 | 1 | 3 | 10 – 11 |
C deild | 2 | 1 | 0 | 1 | 3 – 5 |
D deild | 2 | 1 | 0 | 1 | 2 – 2 |
Deildarbikar/Lengjubikar | 2 | 0 | 1 | 0 | 2 – 5 |
12 | 4 | 2 | 5 | 17 – 23 |
NJARÐVÍK – HAUKAR
mánudaginn 24. júní kl. 19:15
Rafholtsvöllurinn
Dómari; Egill Arnar Sigurþórsson
Aðstoðardómari; Guðmundur Ingi Bjarnason
Aðstoðardómari; Magnús Garðarsson
Eftirlitsmaður; Halldór Breiðfjörð Jóhannsson