Fimmtánda umferð Inkasso-deildarinnar byrjar með fjórum leikjum í kvöld og tveimur annaðkvöld. Við förum yfir í norðurbæinn og leikum við Keflavík en þetta er þriðji nágrannaslagurinn milli liðanna í sumar. Það er allt útlit fyrir góðan fótboltaleik, veðurspáin góð og bæði liðinn ætla sér sitt út úr leiknum. Við hvetjum okkar stuðningsfólk til að mæta og hvetja okkar lið áfram.
Áfram Njarðvík!
Hvar og hvenar er leikurinn?
Leikurinn fer fram þriðjudaginn 30. júlí kl. 19:15 á Nettovellinum.
Hverjir dæma?
Dómari Erlendur Eiríksson
Aðstoðardómari Daníel Ingi Þórisson
Aðstoðardómari Sigursteinn Árni Brynjólfsson
Eftirlitsmaður Frosti Viðar Gunnarsson
Hverning fór fyrri leikurinn?
Fyrri leikurinn fór fram laugardaginn 11. maí á Rafholtsvellinum og leiknum lauk með 0 – 0 jafntefli.
Leikskýrslan Njarðvík – Keflavík
Hvað höfum við leikið oft við Keflavík ?
Njarðvík og Keflavík hafa mæst 6 sinnum í KSÍ mótsleikjum, fyrst árið 1985 í bikarkeppni.
Leikir | Sigur | Jafntefli | Tap | Mörk | |
B deild | 3 | 0 | 1 | 2 | 2 – 7 |
Bikarkeppni | 2 | 1 | 0 | 1 | 1 – 3 |
Deildarbikar/Lengjubikar | 2 | 0 | 0 | 2 | 0 – 5 |
6 | 0 | 1 | 5 | 3 – 15 |
Er leikurinn sýndur beint?
Keflavík sendir leikinn beint út á YouTube – Keflavíktv
Hverning er staðan í Inkasso-deildinni?
Inkasso-deildin staðan
Hvenar er næsti leikur?
Njarðvík – Fjölnir fimmtudaginn 8. ágúst kl. 19:15 á Rafholtsvellinum.