Icelandic Glacial mótið hefst í kvöldPrenta

Körfubolti

Njarðvík – Grindavík kl. 20:00

Í kvöld hefst Icelandic Glacial mótið en allir leikir mótsins fara fram í íþróttahúsinu í Þorlákshöfn. Þátttökulið mótsins eru heimamenn í Þór, Njarðvík, Fjölnir og Grindavík en leikdagar eru í dag 18. september, 20. september og lokaumferðin fer fram sunnudaginn 22. september.

Ljónin okkar mæta Grindavík kl. 20:00 í kvöld en fyrsti leikur dagsins er viðureign Þórs og Fjölnis kl. 18:00. Til þessa hafa okkar menn í Njarðvík leikið tvo æfingaleiki gegn Val og Þór Þorlákshöfn ásamt því að hafa farið í æfingabúðir að Flúðum. Að loknu Icelandic Glacial mótinu liggur svo fyrir æfingaleikur í Njarðtaks-gryfjunni gegn Hetti.

Við hvetjum allt okkar stuðningsfólk til að gera sér ferðir næstu daga til Þorlákshafnar og um að gera að sýna ráðdeild í rekstri og fylla sætin í öllum bílum #ÁframNjarðvík