Þorrablót UMFN fór fram laugardaginn 1.feb. s.l. Húsfyllir var að venju og ekki vantaði tommu uppá stuðið.
Venju samkvæmt tók aðalstjórn UMFN á móti gestum með hárkarli og brennivíni.
Dagskráin var hefðbundin, matur, annáll, skemmtiatriði og svo ballið. Öll þessi atriði tókust vel og var annállinn sérstaklega beittur og frábær þetta árið, svo um var talað á Blótinu og eiga þeir sem að honum stóðu bestu þakkir skildar fyrir frábæra vinnu. Okkar eigin, Love Guru kom mannskapnum út á dansgólfið og var mikil gleði með sínu frábæra atriði.
Það varð „smá“ stress þegar þorrablótsnefndin fékk þær fréttir að öll hljómsveitin hefði lent í bílslysi í Reykjavík og væru á leiðinni á slysavaktina, vissum við hreinlega ekki hvort þeir kæmu á ballið eða ekki og voru farin að undirbúa tilkynningu um að ballið yrði í DISKÓSTÍL þetta árið, þegar við fengum fregnir af því að þeir væri á leiðinni suður. Ekki leist nefndinni vel á þá þegar þeir mættu, þeir voru nú ekki í besta ástandinu en frábær aðili á staðnum tók á móti þeim og hreinlega kom þeim í ástand til að skemmta okkur, sem þeir svo sannarlega gerðu , dansgólið fullt allt ballið.
Bestu þakkir hljómsveitarmeðlimir „Á móti sól“, þvílíkir naglar!!!
Aðalstjórn UMFN þakkar öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn til þess að geta haldið svona glæsilegt blót, það þarf ansi mikið að ganga heim og saman til þess að þetta gangi allt upp, og sérstaklega er Þorrablótsnefndinni sendar okkur bestu þakkir fyrir þeirra miklu vinnu við að landa þessu þrekvirki á jafn góðan máta og úr varð. Að auki fá styrktaraðilar kærar þakkir fyrir sín framlög.
Myndir frá Þorrablótinu munu birtast á næstu dögum á vef Víkurfrétta.
Aðalstjórn UMFN