Hjalti farinn frá NjarðvíkPrenta

Körfubolti

Hjalti Friðriksson hefur sagt skilið við Njarðvíkinga í bili.  Þetta staðfesti hann í samtali við Karfan.is nú rétt í þessu. “Ég var ekkert að komast almennilega á strik hjá Njarðvík og svo komu upp aðrir hlutir svo það var best að segja þetta gott í bili” sagði Hjalti í samtali.

Hjalti lék 15 leiki fyrir Njarðvík og skoraði í þeim 5 stig að meðaltali í leik og hirti rúm 3 fráköst. “Ég hefði ekkert lokað á þann möguleika að fara í annað lið en þetta kom upp um leið og glugginn lokaðist þannig að það var of seint.” bætti Hjalti við.

“Ég þarf að kynna mér regluverkið aðeins ef mig langar að leika mér með vinum mínum í utandeildinni.”

Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur þakkar Hjalta kærlega fyrir samstarfið í vetur og óskum við honum velfarnaðar í því sem tekur við næst.