Heimaleikir í 16 liða úrslitumPrenta

Körfubolti

Verður tvöföld grannaglíma í Geysisbikarnum? Dregið var í 16-liða úrslit í dag þar sem Njarðvík mætir Keflavík eða Þór Akureyri b í 16-liða úrslitum karla. Reykjanesbæjarliðin drógust einnig saman í kvennaflokki en aðeins viðureign Þórs Akureyri b og Keflavíkur á eftir að fara fram í 32 liða úrlsitum karla. Svona fór drátturinn í höfuðstöðum KKÍ í dag:

16-liða úrslit karla
Leikið 5-7. desember
Þór Þorlákshöfn – Þór Akureyri
Grindavík – KR
Vestri – Fjölnir
Stjarnan – Reynir Sandgerði
Tindastóll – Álftanes
Valur – Breiðablik
Sindri – Ármann
Njarðvík – Keflavík/Þór Akureyri b

16-liða úrslit kvenna
Leikið 5.-7. desember
4 lið sitja hjá og fara beint í 8-liða úrslit

Njarðvík – Keflavík
Tindastóll – Haukar
Snæfell – Valur
Fjölnir – KR
Sitja hjá: Breiðablik, ÍR, Grindavík, Skallagrímur

Leiktími verður auglýstur eins fljótt og auðið er.