”Heimaæfingar í fullum gangi”Prenta

Fótbolti

Nú eru bráðum liðnar tvær vikur af samkomubanninu en hverning hefur starfsemin verið þennan tíma. Þórir Rafn Hauksson yfirþjálfari yngri flokka segir „við tókum fljótlega ákvörðun að þrátt fyrir að ekki sé hægt að halda úti hefðbundni starfi þá myndu allir þjálfarar vera í góðum samskiptum við foreldra og iðkendur og vera með heimaæfingar meðan á þessu ástandi varir“. Og þá hafa iðkendur verið ótrúega duglegir að hreyfa sig heima og framkvæma æfingarnar sem þjálfarar flokkana hafa verið að leggja fyrir.

Viðbrögðin hafa verið góð og flestir að gera heimaæfingarnar sínar sem er mjög jákvætt. Þjálfararnir okkar hafa verið að fara ýmsar skemmtilegar leiðir til að hvetja krakkana áfram til að gera allar heimaæfingar vikunnar.  Með það markmið að hvetja þau til hreyfingar og að halda áfram að æfa sig sem er svo mikilvægt fyrir líkama og sál á þessum sérstöku tímum.

Þórir Rafn vildi hvetja foreldra og iðkendur að hafa samband við þjálfara sína ef þörf er á frekari útskýringum á heimaæfingunum og eins ef fólk óskar eftir að fá fleiri góðar æfingar til að æfa sig enn frekar. Vikuplanið kemur inn í upphafi viku á XPS Network appinu en þar erum við komin með góðan æfingabanka til að deila með iðkendum. Ef einhverjir eru ekki komnir með aðgang að XPS appinu og þá endilega setja sig í samband við þjálfara og við græjum.

Eins og við best vitum þá eru allir þjálfarar og starfsmenn knattspyrnudeildarinnar við góða heilsu og vonum að svo sé einnig hjá öllu okkar félagsfólki. Þá hvetjum við alla að fylgja þeim leiðbeiningum og fyrirmælum sem yfirvöld eru að gefa út.