Landsliðsmaðurinn Haukur Helgi Pálsson er klár í slaginn og mun leik næsta heimaleik Njarðvíkur gegn Vestra sem fram fer n.k. föstudag.
„Ég er tilbúinn í nokkrar mínútur núna gegn Vestra en stefni að því að vera orðinn nokkuð sprækur í næsta bikarleik,“ sagði Haukur í samtali við heimasíðu UMFN. Sá leikur er gegn Valsmönnum 13. desember.
„Maður er að reyna að vera skynsamur og fara ekki of geyst í hlutina. Það á allt að vera gróðið en nú vantar bara upp á snerpu, sprengikraft og leikform.“
Haukur meiddist alvarlega á ökkla í marsmánuði 2021, þá sem leikmaður Morabanc Andorra. Hann hefur ekkert leikið síðan þá en hann samdi við Njarðvíkinga í sumar til næstu þriggja ára.