Grindavík hafði betur í æfingaleikPrenta

Fótbolti

Grindavík sigraði Njarðvík 2 – 4 í æfingaleik í gærkvöldi. Grindavík komst yfir fljótlega og bætti síðan öðru við stuttu seinna, öðru markinu áttum að sjá við hitt var úr aukaspyrnu. Arnór Björnsson minkaði munin og staðan  1 – 2 í hálfleik.

Grindvíkingar náðu að setja á okkur þriðja markið í upphafi seinnihálfleiks. Andir Fannar Freysson skoraði annað mark okkar úr vítaspyrnu og misnotaði aðra stuttu seinna. Fjórða markið kom svo í blálokin.

Þetta var köflóttur leikur hjá báðum liðum en oft brá fyrir góðum köflum hjá okkur en svo datt þetta niður. Kári Oddgeirsson stóð í markinu í seinnihálfleik en hann er komin með hanskana á fingurna á ný. Næsti leikur okkar er gegn KV um fimmta sætið í Fótbolta.net mótinu á þriðjudaginn kemur í Reykjaneshöll.

Byrjunarlið okkar;

Brynjar Atli Bragason (m), Sigurður Þór Hallgrímsson, Davíð Guðlaugsson, Stefán Birgir Jóhannesson, Hrólfur Sveinsson, Brynjar Freyr Garðarsson, , Jón Veigar Kristjánsson, Atli Freyr Ottesen Pálsson, Fjalar Örn Sigurðsson, Andri Fannar Freysson, Arnór Björnsson.

Varamenn; Kári Oddgeirsson (m), Birkir Freyr Sigurðsson, Arnór Svansson, Bergþór Ingi Smárason, Vilhjálmur Kristinn Þórdísarson, Óðinn Jóhannsson, Theodór Guðni Halldorsson, Stefán Svanberg Harðarson, Arnór Björnsson og Georg Georgsson.

Mynd/ Hálfleiksræðan hjá Snorra og Rafni.