Grænar á NorðurleiðPrenta

Körfubolti

Kvennalið Njarðvíkur er á Norðurleið en liðið mætir Tindastól í 1. deild kvenna í dag kl. 16.00 í Síkinu í Skagafirði. Njarðvík er á toppi deildarinnar eftir sigur á Hamri og ÍR í fyrstu tveimur umferðunum en Tindastóll vann fyrsta leikinn sinn og lá svo í annarri umferð gegn Keflavík b.

Það er skammt stórra högga á milli núna því strax aftur á þriðjudag tekur Njarðvík á móti Fjölni í Njarðtaks-gryfjunni kl. 19.15.

#ÁframNjarðvík

 

Nr. Lið U/T Stig
1. Njarðvík 2/0 4
2. ÍR 1/1 2
3. Keflavík b 1/1 2
4. Grindavík-b 1/0 2
5. Tindastóll 1/1 2
6. Fjölnir 0/1 0
7. Hamar 0/2 0