Gott gengi og miklar framfarir hjá minnibolta kvenna um helginaPrenta

Körfubolti

Stelpurnar í minnibolta 10-11 ára kvenna tóku þátt í sínu þriðja íslandsmóti um helgina sem haldið var í Garðabæ. Njarðvík var með 6 lið á þessu móti samtals 36 stelpur. Gaman er að sjá hvað er mikill fjöldi stelpna sem æfir körfubolta. Þær stóðu sig allar svakalega vel á mótinu, mörg flott tilþrif hjá þessum flottu körfuboltastelpum og framfarirnar miklar á milli móta. Þjálfarar stelpnanna eru Bylgja Sverrisdóttir, Eygló Alexandersdóttir og Hanna Birna Valdimarsdóttir
Áfram Njarðvík.