Gómsæt bleikja á fáránlegu verðiPrenta

Körfubolti

Stuðningsmönnum kkd. UMFN og öðrum gefst nú kostur á að versla sér lausfrysta bleikju á ótrúlega góðu verði fyrir komandi tíma og/eða veislur.  Um er að ræða beinlaus, lausfryst bleikja og er frí heimsending í boði enn vörunni verður ekið í hús á föstudag 8. maí nk.

Friðrik “Heimaklettur” Stefánsson miðherji okkar til fjölda ára er kannski eins og margir vita jafn góður í eldhúsinu og hann var að “bóna spjöldin” hér um árið og munum við fá myndband frá okkar manni þar sem hann sýnir dæmi um eldamennsku á þessu sælgæti hafsins.

Helmingur andvirði kaupverðs rennur óskert til KKD. UMFN í boði þeirra Gunnar og Teits Örlygssonar í IceMar ehf.

Verðið er 2000 kr/kg og samtals eru 100 kassar í boði og eru kassarnir 5kg hver. Þess má geta að verðkönnun ASÍ á bleikju úr verslunum er yfirleitt um 2500-3500 kr/kg (flestar verslanir)

Geggjað á grillið í ofninn eða á pönnuna og um leið veglegur styrkur í félagið. Leggið inn pöntun á Facebook síðu kkd. UMFN.