Góður sigur gegn ólseigum ÞórsurumPrenta

Körfubolti

Nicolas Richotti var stiga­hæst­ur okkar manna þegar liðið vann ör­ugg­an sig­ur gegn Þór frá Ak­ur­eyri í Subway karla í Su­bway-deild­inni, í gærkvöld.

Var þetta einn af fáum leikj­um sem hægt var að halda til streytu vegna ým­ist sótt­varna, sótt­kvía eða smit­gátta.  Það tók smá tíma að brjóta niður ólseiga gesti okkar þetta kvöldið en að lok­um höfðum við sigur sem var tryggður nokkuð snemma í fyrri hálfleik.

Það var lít­il reisn yfir þess­um leik í það minnsta til að byrja með. Stemmn­ing­in í takti við fé­lags­líf land­ans þess­ar stund­ir og tók það al­veg góðar 10 til 15 mín­út­ur af körfuknatt­leik að sjá al­menni­legt líf í leik­mönn­um á vell­in­um.  Okkar drengir höfðu þó alltaf yf­ir­hönd­ina í leikn­um þrátt fyrir að hafa ekkert verið að spila neinn glans leik.  Þórsar­ar á meðan voru að sýndu kjart og baráttu og áttu fín­an fyrri hálfleik. . Í seinni hálfleik­ mættu okkar menn tölu­vert grimm­ari og einbeittari til leiks og þá sér­stak­lega varn­ar­lega.  Sigrinum mikilvæga var grunnur byggður í þriðja leikhluta og sá fjórði var ákveðið formsatriði að klára þar sem að Þórsarar virtust fremur vonlitlir í sínum aðgerðum.

Það er fátt markvert hægt að týna út úr þess­um leik nema þá þau tvö miklivægu stig sem komu í hús. Þórsarar sýndu það á dögunum að þeir geta bitið ansi fast frá sér þegar þeir sigruðu Grindavík.   Liðið því búið að tylla sér í annað sæti deildarinnar.

Sem fyrr segir var Nico stigahæstur með 24 stig og næstur honum kom Dedrick með 15 stig í ansi jöfnu stigaskori okkar manna.

Tölfræði leiksins