Góður sigur fyrir vestan í lokaleiknumPrenta

Fótbolti

Njarðvík sigraði Vestra 2 – 3 í lokaleik sumarsins á Torfunesvelli á Ísafirði í dag. Það var hvasst á Ísafirði í dag og stóð á annað markið. Njarðvíkingar voru sterkari aðilinn allan leikinn en það voru heimamenn sem voru fyrr til að skora á 9 mín en það er skráð sem sjálfmark. Stefán Birgir Jóhannesson náði að jafna leikinn á 39 mín. Staðan 1 – 1 í hálfleik.

Harrison Hanley náði síðan forystunni fyrir Njarðvík á 66 mín með skoti eftir aukaspyrnu. Sólón Breki Leifsson náði að jafna fyrir Vestra á 79 mín. Harrison var svo aftur á ferðinni á 86 mín með sigurmark okkar í dag. En eins og áður sagði voru Njarðvíkingar mun sterkari aðilinn í leiknum. Brynjar Atli Bragason stóð í dag milli stanganna en hann var að leika sinn fyrsta meistaraflokksleik 16 ára gamall, til hamingju með áfangann.

En þessi útisigur er kærkomin fyrir liðið og léttir heimferðina enda var lagt af stað eins fljótt og hægt var eða um 14:30 en veðrið sem boðið er uppá fyrir vestan í dag alls ekki uppá það besta. Lokahóf meistaraflokks fer fram í kvöld í Vallarhúsinu, áætlað er að það byrji kl. 21:00. Stuðningsmönnum er velkomið að líta inn eftir kl. 22:00 í kvöld og halda uppá mótslok.

Leikskýrslan Vestri – Njarðvík

Mynd/ Markaskorararnir Stefán Birgir og Harrison

vestri-njardvik2-2

Brynjar Atli Bragason með sinn fyrsta meistaraflokksleik í dag

vestri-5-2
Veðrið var að sækja í sig “veðrið” við brottför.