Gríðarlega mikilvæg þrjú stig náðust á Njartaksvellinum í dag, er Njarðvíkurliðið náði að leggja lið Vestra frá Ísafirði 3-1.
Okkar piltar hófu leik af gríðarlegum krafti með suð-austan rok og rigningu í bakið og náðu að skora tvo mörk á fyrsta stundarfjórðungnum. Þar var að verki Kenneth Hogg sem gerði sín fyrstu mörk fyrir félagið. Fleiri mörk voru ekki gerð í fyrri hálfleik, sem einkenndist af miklum barningi við erfiðar aðstæður. Samt sem áður náðu leikmenn beggja liða oft á tíðum að sýna skemmtilega takta, en staðan í leikhléi 2-0.
Síðari hálfleikur var vart hafin er við náðum að bæta við marki af dýrari gerðinni. Þar var að verki Birkir Freyr, sem náði drauma skoti utan af vinstri kanti í hornið fjær. Afar glæsilegt mark og Njarðvíkurliðið í góðum málum. Vestri náði að laga stöðuna á 58. mínútu.
Liðin skiptust á að sækja eftir það án þess að skapa sér afgerandi færi og lokatölur því 3-1 sigur.
Sem sagt afar mikilvægur sigur í toppbaráttunn. Gaman að sjá einbeitnina, leikgleðina og samheldnina hjá liðinu í dag, sem svo oft áður í sumar.
Næsti leikur okkar er við Víði nk. laugardag í Garðinum.
Leikskýrslan Njarðvík – Vestri
Myndirnar eru úr leiknum í dag
–