Góður árangur hjá 8. flokki kvenna A og B liðaPrenta

Körfubolti

8. flokkur kvenna A liðið spilaði 4 leiki þessa helgina þær skiluðu fullu húsi 4 sigrar.

Þær spiluðu við KR, Keflavík, Tindastól/Þór og Grindavík.
Þetta voru allt hörkuleikir og þurftu stelpurnar að hafa virkilega mikið fyrir þessum úrslitum. Stelpurnar eru búnar að æfa vel undanfarnar vikur og gaman að sjá hvað þær eru að uppskera, allar sem ein.
Það má segja að varnarvinnan um helgina hafi skilað stelpunum þessum úrslitum.
Þær vinna vel saman í vörn og sókn og ekki til eigingirni, alveg stórkostleg liðsheild.
Vilborg, Elva Lára, og Camilla stjórnuðu leik liðsins eins og herforingjar, Sigurveig, Joules og Lára voru öflugar undir körfunni, Anna og Sara voru einnig mjög flottar.
Stelpurnar eiga  hrós skilið fyrir frammistöðu helgarinnar, stóðu sig allar virkilega vel.
Frábær helgi að baki hjá þessum flottu stelpum.
Við spiluðum án Helenu Rafnsdóttur sem meiddist illa á rófubeini í vikunni.
a-lid
8. flokkur kvenna A lið  

8. flokkur kvenna B-lið lék í Smáranum í Kópavogi um helgina.
Andstæðingarnir voru Haukar, Breiðablik og Fjölnir.  Fyrst var það leikur við Haukana. Var hann jafn og skemmtilegur. Náðu Njarðvíkurstúlkurnar 4 stiga forskoti í öðrum leikhluta eftir að hafa ekki skorað stig í þeim fyrsta. Haukar jöfnuðu leika í þriðja leikhluta og var staðan eftir þrjá 15-16 fyrir okkar stúlkur.  Fjórði leikhluti var æsispennandi og skipst var á forystu fram á síðustu mínútu en svo fóru leikar að Haukar unnu tveggja stiga sigur 26-24. Svekkjandi ósigur en fjölmargir jákvæðir hlutir í leik stúlknanna.
Annar leikurinn var gegn heimamönnum í Breiðablik og eftir þrjá leikhluta var staðan 22-19 fyrir Blikum.  Blikastúlkur skoruðu síðan 8 fyrstu stigin í fjórða leikhluta og sigldu sigrinum örugglega í höfn, 34-27, þótt ekki væru allir leikmenn (eða þjálfari) sáttir við dómgæsluna í þessum síðasta leikhluta. Síðasti leikurinn var gegn Fjölnisstúlkum sem voru bara með 6 leikmenn á skýrslu. Skammt er frá því að segja að stelpurnar sýndu flotta einbeitingu og kraft og sigruðu örugglega 41-20.

Stúlkurnar í B-liðinu sýndu að æfingar siðustu vikna hafa skilað sér í betri varnarvinnu og meiri ákefð og krafti almennt. Sóknarleikurinn gekk stundum stirðlega en mun færri tapaðir boltar en áður og oft sáust fallegar sendingar sem gáfu körfur. Ekki var þó laust við að hlaupastingir og þreyta gerðu vart við sig og við þurfum að halda áfram að bæta líkamlega getu okkar stúlkna áfram.
Þjálfarar 8. flokks kvenna eru Bylgja Sverrisdóttir og Jóhannes A. Kristbjörnsson.

15053342_10209777668891281_2024217862_o
8 flokkur kvenna B lið