Gleðifréttir, glösin komin, tilbúin til afgreiðsluPrenta

Fótbolti

Nú er hægt að fara að afgreiða pantanir í “glös” fyrir bjór, sendingin kom í hús í dag. Pantanir í það magn sem við ætlum að bjóða til sölu núna fyrir jólin kláraðist á tveimur dögum og okkur tókst að bæta öðru eins magni við þannig að allir sem hafa áhuga á ættu að geta fengið afgreitt líka.

Allir þeir sem eiga pöntuð glös og þeir sem hafa áhuga á að fá sér geta snúið sér til skrifstofu deildarinnar í Vallarhúsinu við Afreksbraut sími 421 1160 / 862 6905, þá er einnig hægt að senda tölvupóst á deildinna njardvikfc@umfn.is

Verð á stk er kr. 3.500.- , erum með posa.