Fyrsti heimaleikurinn á laugardaginnPrenta

Fótbolti

Fyrsti heimaleikurinn er á laugardaginn kemur gegn Sindra. Svona til að upplýsa fyrir stuðningsmenn að það kostar kr. 1.000.- fyrir 16 ára og eldri en svo eru í boði tveir möguleikar með aðgangskort.

Með því að ganga í Stuðningsmannafélagið Njarðmenn þá fá félagsmenn kaffi og með því í hálfleik, einnig fyrir og eftir leik. Ársgjaldið er kr. 9.000.- og hægt að skipta því niður greiðslum á kretitkort.

Svo er Heimaleikjakortið sem kostar kr 5.000.- en með því greiðir þú inná hvern leik kr 454 kr en veitir engan aðgang að veitingum, sannkallað BÓNUSKORT. Heimaleikjakortið verður til sölu í miðasölunni í sumar.

Hægt er að ganga í Stuðningsmannafélagið Njarðmenn eða kaupa heimaleikjakortið með því að senda okkur línu á njardvikfc@umfn.is eða hafa samband við framkvæmdastjóra í síma 421 1160 eða 862 6905.