Fullt hús stiga hjá A-liði 8. Fl. StúlknaPrenta

Körfubolti

A-liðið spilaði í Keflavík um helgina og voru mótherjarnir heimastúlkur í Keflavík, Grindavík, Tindastóll/Þór Akureyri og Vestri (frá Ísafirði og nærsveitum).  Styttst er frá því að segja að Njarðvíkurstúlkurnar áttu verulega góða helgi og sigruðu alla andstæðinga sína. Tryggðu þær sér að öllum líkindum síðasta mótið á heimavelli, í Ljónagryfju okkar Njarðvíkinga.

Fyrst lágu Norðlendingar (Tindastóll/Þór) 58-16, síðan Keflavík 38-13, Vestri 56-13 og að lokum hörkugott og agað lið Grindvíkinga 27-22 í hreinum úrslitaleik. Mest bar á bættum varnarleik okkar stúlkna í mótinu og hefur geta þeirra til að lesa sóknarleik andstæðingana aukist mjög…já og auðvitað varnarvinnan almennt enda fengu þjálfararnir þekktan varnargúru á æfingu sem gestaþjálfara skömmu fyrir mót. Sést það best á því að andstæðingarnar skoruðu 16,13,13 og 22 stig gegn varnarmúrnum okkar. Sóknarlega sýndu stelpurnar aga og létu ekki stífar varnir slá sig út af laginu.

 

Eftir mótin um helgina situr eftir þakklæti hjá okkur þjálfurunum enda við heppnir að hafa svona marga leikmenn sem eru tilbúnir að leggja á sig þá vinnu sem þarf til að ná framförum og forystu meðal jafningja. Vonumst við til að geta bætt enn í einbeitinguna og æfingarnar á lokasprettinum framundan, svo sem með þátttöku sem flestra í meistaramánuðinum febrúar J

Kveðja, Bylgja Sverr og Jói Kriss