Fróðleg heimsókn Nino í LjónagryfjunaPrenta

Körfubolti

Nýverið dvaldi góður gestur hjá unglingaráði Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur en sá heitir Severino Salvador eða oftast kallaður ,,Nino.” Um var að ræða heimsókn sem er liður í samstarfi við Patrerna í Valencia á Spáni.

Nino heimsótti æfingar í Njarðvík og hélt námskeið fyrir þjálfara félagsins, bæði hélt hann fróðleg erindi og leiðbeindi þjálfurum og iðkendum inni á æfingum. Einstaklega fróðlegt að fá innslag frá þessum reynda þjálfara sem m.a. hefur verið á mála hjá stórklúbbnum Valencia.

Eins og við var að búast var ekki aðeins litið við inni á parketinu heldur fór þessi góði gestur með fulltrúum unglingaráðs Gullna hringinn, í Bláa Lónið og leit við á helstu perlum Reykjanesskagans. Virkilega góð heimsókn sem gagn og gaman var að og hver veit nema frekara samstarf við Paterna vindi upp á sig í nánustu framtíð.

Myndir/ JBÓ – Nino á æfingu hjá iðkendum í minnibolta kvenna ásamt Bylgju Sverrisdóttur þjálfara.