Freysteinn Ingi yngsti markaskorari í sögu NjarðvíkurPrenta

Fótbolti

Freysteinn Ingi Guðnason yngsti markaskorari í sögu Njarðvíkur í Íslandsmóti meistaraflokks karla!

Freysteinn Ingi kom inn af bekknum og geirnegldi sigurinn, 4-1, gegn nágrönnum okkar frá Grindavík í gær. Með því marki varð hann yngsti markaskorari í sögu Njarðvíkur á Íslandsmóti, en Freysteinn er fæddur árið 2007.

Í fyrra yfirtók einmitt Freysteinn, Óskar Örn Hauksson, sem yngsti leikmaður í sögu meistaraflokks Njarðvíkur, þá 14 ára og 11 mánaða gamall, en met Óskars hafði staðið í fjölda ára.
Það er því við hæfi að þeir báðir gerðu mark á Rafholtsvellinum í gærkvöldi.Freysteinn fyrir Njarðvík og Óskar gerði mark Grindavíkur úr víti.

Til hamingju Freysteinn!

Áfram Njarðvík!