Fréttabréfið Ofurhugi komið út fyrir júníPrenta

Sund

Skemmtidagur á Mánagrund Sundmenn í mínum hópum, Sprettfiskar, Flugfiskar, Sverðfiskar og Háhyrningar áttu frábæran dag í Reiðhöllinni á Mánagrund.

Þar var farið á hestbak og í ýmsa eltingaleiki, og að lokum fengu allir grillaðar pylsur og djús. Frábær skemmtun þar sem allir nutu sín til fullnustu.

Mig langar að koma á framfæri þakklæti til allra foreldra sem hjálpuðu til, en sérstakar þakkir fá Sigrún Pétursdóttir og Ásta Karítas Aðalsteinsdóttir, fyrir að bera hitan og þungan af þessum degi.